Mynd: skagastrond.is
Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 12. febrúar 2021 - kl. 10:49
112 dagurinn á Skagaströnd

Viðbragðsaðilar á Skagaströnd komu saman í gær í tilefni af 112 deginum og vöktu athyli á mikilvægi þess að þekkja hvað stendur á bak við númerið 112. Heimsóttu þeir Höfðaskóla og leikskólann Barnaból og fengu nemendur að skoða bíla og tækjakost og vakti það mikla lukku hjá krökkunum, að því er segir í frétt á vef Skagastrandar.

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í 112 deginum á Skagaströnd voru slökkvilið Skagastrandar, Björgunarsveitin Strönd, lögreglan og Rauði krossinn. 112 dagurinn var haldin víðsvegar um landið í gær og var sjónum sérstaklega beint að öryggi og velferð barna og ungmenna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga