Skjáskot af Morgunblaðinu í dag.
Skjáskot af Morgunblaðinu í dag.
Fréttir | 12. febrúar 2021 - kl. 11:30
Spurn eftir þjónustu hafi minnkað

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fækkun útibúa bankanna og er Blönduós nefnt sem nærtækasta dæmið en Arion banki hefur ákveðið að loka útibúi sínu á staðnum 5. maí næstkomandi. Í skriflegu svari Arion banka til Morgunblaðsins segir að á Blönduósi hafi mest spurn verið eftir því að millifæra, taka út og leggja inn seðla og greiða reikninga. Þetta sé allt þjónusta sem hægt sé að sinna með öðrum og skilvirkari leiðum.

Þá kemur fram í svarinu að ekkert starfsfólk missir vinna á blönduósi þar sem starfsfólk útibúsins á Sauðárkróki hefur sinnt þjónustunni.

Rætt er við Valdimar O. Hermannsson, bæjarstjóra á Blönduósi og bendir hann á að þjónustan hafi verið að dragast saman á undanförnum árum og ekki hafi verið hægt að fá starfsfólk í það litla starfshlutfall sem eftir var. Valdimar telur að sveitarfélagið hafi verið búið að ná samkomulagi við Arion banka um hálfsjálfvirkt útibú í kaupfélagshúsinu. Telur hann að ástandið í kórónuveirufaraldrinum hafi verið notað til að flýta þessari þróun ennþá meira.

Þá segir Valdimar í samtali við Morgunblaðið í dag að þótt margir nýti sér heimabanka og aðra bankaþjónustu á netinu þurfi eldri borgarar, erlent vertíðarfólk í sláturhúsi, ferðafólk og fyrirtækin að hafa þjónustu starfsfólks á staðnum.

Sjá nánari umfjöllun um lokun útibúa bankanna í Morgunblaðinu í dag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga