Mynd: vegagerdin.is
Mynd: vegagerdin.is
Fréttir | 15. febrúar 2021 - kl. 09:12
Háspennulína þverar hringveginn í V-Hún.

Háspennulína frá RARIK slitnaði í Fitjárdal og þverar þjóðveg 1 milli Miðfjarðar og Víðidals. Vegurinn var lokaður um tíma en búið er að opna hann núna. Hjáleið var um Síðuveg og Vatnsnesveg. Veginum verður svo aftur lokað í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslína, sem nú er ótengd, verður tengd á ný. Ekki er vitað hvað olli því að línan gaf sig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga