Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 16. febrúar 2021 - kl. 08:12
Til foreldra barna í Blönduskóla
Tilkynning frá Blönduskóla

Næsta miðvikudag, 17. febrúar, er öskudagur. Vegna samkomutakmarkana verður grímuballið ekki haldið í ár. 

Skóladagurinn verður með nokkuð hefðbundnu sniði fyrir utan að öllum bekkjum verður kennt til kl. 12:30 þennan dag. Við hvetjum alla nemendur til þess að koma grímuklæddir í skólann. Það verður leyfilegt að hafa fylgihluti (byssur, sverð, töfrasprota...) með en kennararnir stjórna hvenær yfir skóladaginn verður leyfilegt að leika með þessa hluti sem þurfa annars að vera geymdir í töskunum. 

Allir bekkir fara í íþróttir, það verður ekki sund. Foreldrar ráða hvort þeir senda börnin með íþróttaföt en þau sem eru í búningum mega fara í honum í íþróttatímann (það þarf ekki að fara í sturtu eftir tímann þennan dag).

Starfsmenn skóladagheimilisins ætla að ganga með krökkunum í 1.-4. bekk í nokkur fyrirtæki sem taka á móti börnum þennan dag. Allir í 1.-4. eru velkomnir með en foreldrar þeirra sem eru almennt ekki á skóladagheimilinu þurfa að hafa samband við Huldu hulda@blonduskoli.is ef barnið þeirra ætlar að slást í hópinn. Eins ef einhverjir verða ekki á skóladagheimilinu þennan dag þá þarf að láta Huldu vita af því. 

Bestu kveðjur, 

Starfsfólk Blönduskóla

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga