Fréttir | 17. febrúar 2021 - kl. 09:37
Frítt í sund í dag

Mörg sveitarfélög á landinu taka þátt í verkefninu G-vítamín sem er á vegum Geðhjálpar. Í dag bjóða þau frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins. Frítt er í sundlaugina á Skagaströnd, Blönduósi og á Hvammstanga. Verkefnið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og þennan dag er áherslan á að hreyfa sig daglega.

Það er hægt að gera á ýmsan hátt og til dæmis með því að skella sér í sund og synda 100 metra eða láta bara þreytuna líða úr sér í pottunum og má segja að það sé G- vítamín í sinni tærustu mynd.

Sjá nánar á gvitamin.is/sund.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga