Fréttir | 25. febrúar 2021 - kl. 11:09
Mótaröð Neista og SAH Afurða farin af stað

Mótaröð hestamannafélagsins Neista og SAH Afurða er farin af stað en í gærkvöldi var keppt í tölti T1 og T7 í reiðhöllinni í Arnargerði. Næsta mót verður haldið á Svínavatni 10. mars og verður þá um bæjarkeppni að ræða og keppt í barnaflokki, unglinga- og ungmennaflokki og fullorðinsflokki. Miðvikudaginn 24. mars fer fram fjórgangur í reiðhöllinni Arnargerði og 7. apríl verður keppt í þrígangi á beinni braut á skeiðvellinum.

Nánari upplýsingar um mótaröðina má finna á vef hestamannafélagsins Neista og á facebooksíðu félagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga