Fréttir | 08. mars 2021 - kl. 11:42
Fréttir af Félagi kúabænda í A-Hún.
Frá Félagi kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu

Aðalfundur Félags kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 18. febrúar síðastliðinn í sal Búnaðarsambandsins. Venjuleg aðalfundarstörf, verðlaunaafhending og erindi gesta voru á fundinum. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK mætti á fundinn og var með erindi um nýtt félagskerfi og fleira. Auður Ingimundardóttir hjá RML var með erindi upp úr skýrsluhaldinu á landsvísu.

Formannaskipti urðu í félaginu og lét Linda Björk Ævarsdóttir Steinnýjarstöðum af störfum og Ingvar Björnsson Hólabaki tók við.  

Stjórn félagsins skipa þá:
Ingibjörg Sigurðardóttir Auðólfsstöðum
Maríanna Ragnarsdóttir Hnjúki
Magnús Björnsson Syðra hóli 
Sigurður Magnússon Hnjúki 

Varamenn:
Ólafur Kristjánsson Höskuldsstöðum
Þorsteinn Jóhannsson Auðólfsstöðum

Verðlaun voru veitt fyrir árið 2019 sem veita átti á uppskeruhátíð bænda síðastliðið haust sem var felld niður.

Eftirfarandi hlutu verðlaunin.

ÞYNGSTA NAUTIÐ

  1. Eiður Magnússon Miðhúsum.                  394,1 kg              UN R+ 3-
  2. Huppa ehf Höskuldsstöðum.                     359,7 kg              UN O+ 3-
  3. Rafn Sigurbjörnsson Örlygstöðum.          357,3 kg              UN O 3+

HÆST DÆMDA KÝRIN

  1. Glóð 0453 á Hólabaki 94,2 stig
  2. Agga 0421 á Hólabaki 93,2 stig
  3. Ró 0620 á Steinnýjarstöðum 92,9 stig

Faðir Glóð 453 er 0399 sem er undan Sand 07014 og móðurfaðir er Bambi 08049.

NYTHÆSTA KÝRIN

  1. 1445621-0150 Korna á Brúsastöðum 12.210 kg
  2. 0444 Flekka á Hnjúki 11.508 kg
  3. 1468481-0352 Heimskringla á Hnjúki 11.377 kg

Faðir Kornu 150 er Hræsingur 98046  og móðurfaðir er Þverteinn 97032

AFURÐAHÆSTA BÚIÐ

  1. Brúsastaðir – meðalnyt eftir 47,0 árskýr var 8.292 kg.
  2. Steinnýjarstaðir- meðalnyt eftir 47,2 árskýr er 7.260 kg
  3. Hnjúkur – meðalnyt eftir 59,8 árskýr er 7.193 kg.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga