Gult ástand á morgun. Mynd: vedur.is
Gult ástand á morgun. Mynd: vedur.is
Fréttir | 09. mars 2021 - kl. 15:11
Norðaustan hríð í vændum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra á morgun. Spáð er hvassviðri eða stormi, 15-23 metrum á sekúndu, með snjókomu eða skafrenningi. Hiti verður í kringum frostmark. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og blindu, einkum á fjallvegum.

Gul veðurviðvörun hefur einnig verið gefin út fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga