Guðmundur Ingi og Þórdís Kolbrún. Mynd: stjornarradid.is
Guðmundur Ingi og Þórdís Kolbrún. Mynd: stjornarradid.is
Fréttir | 09. mars 2021 - kl. 15:59
Húnavatnshreppur fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Húnavatnshreppur fékk í dag úthlutað 51,5 milljón króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Styrkurinn er vegna Þrístapa verkefnisins og á að nýtast í aðkomusvæði, bílastæði, stígagerð og fræðsluskilti. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021.

Samtals er nú úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.

Sjá nánari upplýsingar um úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021 á vef Stjórnarráðsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga