Fréttir | 11. mars 2021 - kl. 09:21
Skólahald á Blönduósi fellur niður í dag

Leiðindaveður og ófærð er nú í Húnavatnssýslum þar sem gengur á með hvössum vindi, stórhríð, skafrenningi og kulda. Holtavörðuheiði er lokuð og ekkert ferðaveður er víða. Blönduskóli og leikskólinn Barnabær á Blönduósi verða lokaðir í dag. Gul veðurviðvörun er í gildi til klukkan 16 í dag og fer veðrið þá að ganga niður. Á morgun má þó búast við norðan 13-20 m/s og snjókomu eða slyddu og að hiti verði nálægt frostmarki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga