Fréttir | 11. mars 2021 - kl. 11:01
Yfir þúsund skammtar af bóluefni í þessari viku

Alls bárust Heilbrigðisstofnun Norðurlands í þessari viku 880 skammtar af AstraZeneca bóluefninu og 240 skammtar af Pfizer bóluefninu. Pfizer bóluefnið er notað til að klára fyrri bólusetningu hjá þeim sem eftir eru í hópi 80 ára og eldri og fyrri bólusetningu hjá heilbrigðisstarfsmönnum sem eru eldri en 65 ára. Þá er haldið áfram að bólusetja eldri íbúa eftir því sem bóluefnið berst og meginreglan er að bólusetja þá elstu fyrst.

AztraZeneca bóluefnið er nýtt til að bólusetja m.a. starfsmenn á hjúkrunar- og dvalardeildum, slökkvilið og aðra heilbrigðisstarfsmenn. Næstu hópar sem fá AztraZeneca eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru 65 ára og yngri og verður sá hópur bólusettur á næstu vikum eftir því sem bóluefni berst.

Í Austur-Húnavatnssýslu fær fólk boð í bólusetningu annað hvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga