Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 12. mars 2021 - kl. 07:11
Þjóðvegur 1 lokaður við Hvammstanga

Vonskuveður hefur verið í Húnavatnssýslum og í gær lokað lögregla þjóðvegi 1 fyrir sunnan Hvammstanga fyrir umferð norður og einnig við Blönduós fyrir umferð suður. Holtavörðuheiði var einnig lokað. Björgunarsveitir frá Skagaströnd, Hvammstanga, Blönduósi og Búðardal voru kallaðar út til að aðstoða ökumenn sem lentu í vandræðum.

Þjóðvegur 1 er enn lokaður við Hvammstangaafleggjarann vegna flutningabíla sem þvera veginn. Beðið er með aðgerðir vegna veðurs en það mun skána þegar líður á daginn. Holta­vörðuheiði er opin en hálka og skafrenn­ing­ur er á heiðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga