Fréttir | 12. mars 2021 - kl. 09:49
Búið að opna veginn við Hvammstangaafleggjarann

Búið er að opna þjóðveg 1 austan við Hvammstangaafleggjara þar sem flutningabílar þveruðu veginn. Vegurinn um Þverárfjall er aftur á móti ófær vegna veðurs. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og skafrenningur víða á Norðurlandi. Snjóþekja og skafrenningu er á fjallvegum og á Öxnadalsheiði er flutningabíll fastur á heiðinni. Þar komast minni bílar framhjá en ekki stærri bílar. Nánari upplýsingar fá sjá á vef Vegagerðarinnar.  

Skólahaldi hefur verið aflýst í leik- og grunnskóla á Skagaströnd í dag vegna ófærðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga