Frá Húnavöllum
Frá Húnavöllum
Fréttir | 12. mars 2021 - kl. 10:45
Umhverfisakademía á Húnavöllum

Skipaður hefur verið starfshópur sem móta á hugmyndir um stofnun umhverfisakademíu með aðsetur á Húnavöllum. Hugmyndin var kynnt og rædd á fundi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu í síðasta mánuði. Starfshópurinn á einnig ætlað að leggja mat á hugsanlegan kostnað og kortleggja mögulega samstarfsaðila.

Rætt var á fundinum að umhverfisakademían gæti verið rekin sem lýðskóli eða á háskólastigi í samstarfi við einhvern háskólanna. Starfshópinn skipa þau Magnús Björn Jónsson, Alexandra Jóhannesdóttir, Einar Kristján Jónsson og Magnús Jónsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga