Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 13. mars 2021 - kl. 09:18
Húsfriðunarsjóður úthlutar styrkjum
9,8 milljónir til Húnavatnssýslna

Úthlutað hefur verið úr húsfriðunarsjóði fyrir árið 2021. Fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei borist fleiri umsóknir. Veittir voru 240 styrkri að þessu sinni. Úthlutað var 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Í flokknum friðlýstar kirkjur fékk Holtastaðakirkja í Langadal 3,5 milljón og Undirfellskirkja í Vatnsdal 2,3 milljónir.

Í flokknum friðuð hús fékk Brekkugata 2 á Hvammstanga 900 þúsund, Möllershús – Sjávarborg á Hvammstanga 300 þúsund, gamli læknabústaðurinn á Blönduósi 700 þúsund og Geitaskarð í Langadal fékk 300 þúsund. Í flokki rannsókna fékk verkefnið Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá 1898-1972 úthlutað 1,8 milljón króna.

Þá má geta þess að Brynjólfshús á Borðeyri fékk 500 þúsund í flokknum önnur hús og mannvirki og Riis hús á Borðeyri fékk 1,2 milljónir í flokknum friðlýst hús.

Fréttin hefur verið uppfærð

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga