Fréttir | 17. mars 2021 - kl. 09:31
Lagt til að hefja viðræður um sameiningu við Húnaþing vestra

Verkefnishópur um könnun á valkostum Dalabyggðar til sameiningar við önnur sveitarfélög leggur til við sveitarstjórn Dalabyggðar að annars vegar sveitarstjórn Húnaþings vestra og hins vegar sveitarstjórnum Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði boðið til fundar til að ræða hvort hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð.

Leiði þeir fundir í ljós að vilji sé til sameiningarviðræðna verði tekin afstaða til þess hvort hafnar verði formlegar eða óformlegar sameiningarviðræður. Þá verði ákveðinn tímarammi fyrir þær viðræður og óskað eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við verkefnið.

Tengdar fréttir:
Húnaþing vestra valkostur fyrir Dalabyggð

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga