Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 18. mars 2021 - kl. 11:14
N4 fjallar um nýsköpunarkeppnina Ullarþon

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 fjallar um nýsköpunarkeppnina Ullarþon í þættinum Að norðan. Rætt er við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, verkefnastjóra Textílmiðstöðvar Íslands, um íslensku ullina og eiginleika hennar, og um nýsköpunarkeppnina, tilgang hennar og markmið. Skráning í keppnina hefur farið fram úr björtustu vonum.

Þáttinn Að norðan á N4 má sjá hér.

Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Ull er ekki bara band. Eiginleikar ullarinnar eru margþættir. Hægt er að skapað meiri verðmæti úr ullinni

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
2. Blöndun annarra hráefna við ull
3. Ný afurð
4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki.

Allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Lokaskil á hugmyndum er 29. mars, í formi myndbands. Úrslit verða kynnt á Hönnunarmars 2021. Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu “Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar; www.textilmidstod.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga