Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 24. mars 2021 - kl. 20:32
Norðaustan hríðarveður (Gult ástand)

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 15 á morgun og til hádegis á föstudaginn. Spáð er hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 m/s og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið geta farið yfir 25 m/s. Búist er við talsverðri snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Á vef Veðurstofunnar segir að nokkur óvissa sé í spám og ekki ólíklegt að viðvörunin gildi lengur á föstudag. Fólki er því bent á að fylgjast með veðurspám.

Gul veðurviðvörun hefur einnig verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi.

Sjá nánar á www.vedur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga