Fréttir | 25. mars 2021 - kl. 07:08
Skorað á Arion banka og Samkaup

Á fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar í síðustu viku voru fyrirhuguð áform Arion banka, að loka útibúinu á Blönduósi, til umræðu. Sveitarstjórn mótmælir áformunum og lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir skertri fjármálaþjónustu við íbúa í Austur-Húnavatnssýslu. Skorar hún á Arion banka að endurskoða ákvörðunina. Þá skorar sveitarstjórn einnig á verslanir Kjörbúðarinnar á svæðinu að stórauka vöruúrval vara sem framleiddar eru í héraðinu.

Oddvita var falið að senda framkvæmdastjóra Samkaupa bréf þess efnis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga