Fréttir | 25. mars 2021 - kl. 14:59
Almenn afgreiðsla lokuð í þrjár vikur

Almenn afgreiðsla á skrifstofu Blönduósbæjar og í Ráðhúsi Húnaþings vestra verður lokuð næst þrjár vikur vegna hertra sóttvarnarráðstafana. Áfram verður svarað erindum og leitast við að aðstoða og leiðbeina íbúum eftir fremsta megni, en aðgengi er takmarkað til öryggis. Íbúar eru hvattir til þess að nýta síma og tölvupóst.

Hjá Blönduósbæ er bent á að sími er opinn frá klukkan 9-15 alla virka daga og er aðalnúmer 455 4700. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi með tölvupósti á blonduos@blonduos.is.  Þjónustumiðstöð er með símann 4554730 og hægt er að senda fyrirspurnir á ahaldahus@blonduos.is.

Hjá Húnaþingi vestra er hægt að finna netföng starfsfólks á www.hunathing.is og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið skrifstofa@hunathing.is. Hægt er að panta fund hjá starfsmanni ef ekki er hægt að leysa nauðsynleg mál rafrænt eða í síma.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga