Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 26. mars 2021 - kl. 07:33
Norðaustan hríðarveður í dag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir nærri allt landi í dag. Á Ströndum og Norðurlandi vestra verður norðaustan hríðarveður, hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 m/s og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið geta farið yfir 25 m/s. Búist er við snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Vetrarfærð er um land allt og enn víða allhvasst og skyggni lélegt. Nokkrir fjallvegir eru ófærir í morgunsárið en unnið er að mokstri, þar á meðal er Þverárfjallsvegur. Hálka og stórhríð er á Holtavörðuheiðir og mjög blint uppi á heiðinni.

Sjá nánar á www.vedur.is og á www.vegagerdin.is

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga