Fréttir | 12. apríl 2021 - kl. 16:56
Frábær þátttaka í Ullarþoninu

Alls bárust 63 gildar lausnir frá 100 þátttakendum í stafrænu nýsköpunarkeppninni Ullarþoni. Keppninni lauk 29. mars síðastliðinn og hafa tólf dómarar tekið við keflinu og munu velja hvaða fimm teymi kynna hugmyndir sínar fyrir þeim í byrjun maí. Úrslit verða svo kunngjörð á HönnunarMars í maí. Heildarverðmæti vinninga er um 1,6 milljónir króna.

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands héldu Ullarþonið daganna 25.-29. mars síðastliðinn. Keppnin fór fram á netinu og var haldin til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Keppt var í flokkunum: 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga