Skóflustungan tekin. Frá vinstri Ásgeir Blöndal, Guðmundur Ingþórsson, Björn Friðriksson og Kristján Kristófersson. Ljósm: blonduos.is
Skóflustungan tekin. Frá vinstri Ásgeir Blöndal, Guðmundur Ingþórsson, Björn Friðriksson og Kristján Kristófersson. Ljósm: blonduos.is
Séð yfir Miðholtið
Séð yfir Miðholtið
Fréttir | 15. apríl 2021 - kl. 17:57
Framkvæmdir hafnar við nýtt hús á Miðholtinu

Hafnar eru framkvæmdir á Miðholtinu en þar mun á næstu mánuðum rísa rúmlega 1.700fm húsnæði sem mun hýsa ýmiskonar starfsemi s.s. Björgunarfélagið Blöndu, Ósverk ehf., Áfanga ehf. og fleiri. Húsið verður límtréshús klætt samlokueiningum á steyptum sökkli. Stefnt er að því að steypa plötuna í júní, reisa húsið í október og að formleg afhending gæti verið um næstu áramót.

Þeir sem standa að byggingunni eru Ásgeir Blöndal, Guðmundur Ingþórsson, Björn Friðriksson og Kristján Kristófersson. Húsið mun skiptast í 11 einingar sem ekki verða allar jafn stórar. Eins og sagt var hér að framan mun húsið rísa á Miðholtinu, nánar tiltekið við aðkeyrsluna að brennunni rétt við þjóðveg 1. Um er að ræða löngu skipulagt svæði með 10 – 15 lóðum. Hægt er nálgast upplýsingar um það á vef Blönduósbæjar eða hér.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga