Síðasti vinnudagurinn. Rúnar, Aðalbjörg og Soffía.
Síðasti vinnudagurinn. Rúnar, Aðalbjörg og Soffía.
Þessi var tekið snemma á starfsferli Rúnars í búðinni
Þessi var tekið snemma á starfsferli Rúnars í búðinni
Fréttir | 15. apríl 2021 - kl. 18:21
Rúnar kveður Kjörbúðina eftir 32 ára í starfi

Það var með söknuði sem Rúnar Agnarsson kvaddi vinnustað sinn í dag en hann hefur staðið vaktina á Húnabraut 4 síðastliðin 32 ár eða svo. Rúnar þekkja allir sem verslað hafa í Kaupfélagi Húnvetninga, Húnakaupi, Samkaupum, Samkaupum Úrvali og nú síðast Kjörbúðinni.

Núverandi samstarfsfélagar Rúnars kvöddu hann með kveðjugjöf, blómum og vöfflukaffi og var létt yfir Rúnari þegar fréttaritari hitti á hann í dag. Fréttaritari stóðst ekki þá freistingu að óska eftir nýrri vísu hjá Rúnari og var hann ekki lengi að henda í eina sem hér kemur:

Auðunn áðan sagði mér
að yrkja um ykkur brag
í kaffi hér í Kjörbúðinni
ég kveð ykkur í dag.

Fréttaritari þakkar fyrir sig og smellti síðan mynd af Rúnari við goskælinn sem hann passaði alla tíð vel uppá en á myndinni með honum er Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Soffía Reynisdóttir verslunarstjóri í afleysingum.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga