Fréttir | 17. apríl 2021 - kl. 11:12
Tengivagn á hliðina á Holtavörðuheiði

Björgunarsveitin Húnar var kölluð út síðdegis í gær vegna óhapps á Holtavörðuheiði. Tengivagn flutningabíls Vörumiðlunar fór á hliðina. Enginn slasaðist en eignatjón varð töluvert. Lögreglan og björgunarsveitarmenn hreinsuðu vettvang eins og hægt var og ekki þurfti að grípa til lokana á veginum. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvað olli óhappinu.

Sjá nánari umfjöllun í frétt á mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga