Skjáskot af www.ruv.is/krakkaruv
Skjáskot af www.ruv.is/krakkaruv
Fréttir | 23. apríl 2021 - kl. 21:18
Skagstrendingur annar þáttarstjórnanda Krakkarúv

Það vita það kannski ekki allir en annar þáttastjórnandi Krakkarúv í sjónvarpi allra landsmanna býr á Skagaströnd og heitir Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Steinunn sem er á þrettánda ári fór til Reykjavíkur í eina viku í janúar sl. í tökur á þáttunum eftir af hafa lært sautján handrit af þáttunum.

Steinunn eða Dídí, eins og hún er oftast kölluð, hefur tekið þátt í ýmsu frá 5 ára aldri og hefur m.a. leikið í tveimur leikritum í Borgarleikhúsinu, nokkrum auglýsingum og bíómynd sem eitthvað sé nefnt. Hún fór í söngleikjasumarbúðir á Laugarvatni síðasta sumar og var það þar sem Sigyn Blöndal leikstjóri Krakkarúv hitti hana og bauð henni svo hlutverkið síðasta haust.

Endilega kíkið á meðfylgjandi slóð til að sjá Krakkaruv https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/hm-30/31453/9bum6l?fbclid=IwAR3sOMiKwNzgVuinn58yNUxAoSOpRZallcKDytjbL14HtSp9bksNkp1Jg4E.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga