Fyrsta markinu fagnað á Sauðárkróki í dag. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fyrsta markinu fagnað á Sauðárkróki í dag. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 24. apríl 2021 - kl. 17:32
Kormákur/Hvöt úr leik í Mjólkurbikarnum

Kormákur/Hvöt fór illa að ráði sínu í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í dag. Liðið mætti Hömrunum frá Akureyri og var leikið á Sauðárkróki. Leikurinn byrjaði vel fyrir Kormák/Hvöt og eftir aðeins átta mínútur var Ingvi Rafn Ingvarsson búinn að skora. Hann var svo aftur á ferðinni á 22. mínútu leiksins og staðan orðin 2-0 fyrir Kormáki/Hvöt. Rétt áður en flautað var til hálfleiks nældi Sigurður Bjarni Aadnegard sér í rautt spjald.

Kormákur/Hvöt lék því einum færri allan seinni hálfleikinn og það nýttu Hamrarnir sér vel. Þeir skoruðu þrjú mörk á 17 mínútna kafla, uppskáru 2-3 sigur og eru komnir áfram í 2. umferðkeppninnar.

Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu var sagt að Hamrarnir væru frá Hveragerði en það er ekki rétt. Liðið er frá Akureyri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga