Mynd: vg.is
Mynd: vg.is
Fréttir | 26. apríl 2021 - kl. 10:17
Bjarni sigraði í forvali VG í NV-kjördæmi

Bjarni Jónsson sigraði í rafrænu forvali hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi sem fram fór um helgina. Valið var í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir alþingiskosningunum sem fram fara í haust. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður varð í öðru sæti og Sigríður Gísladóttir í því þriðja. Húnvetningurinn Þóra Margrét Lúthersdóttir varð í fjórða sæti.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti
2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið
3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti

Alls voru átta voru í framboði. Á kjörskrá voru 1.454 og atkvæði greiddu 1.049. Kosningaþátttaka var 72%.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga