Fréttir | 05. maí 2021 - kl. 14:04
Gildandi sóttvarnaráðstafanir framlengdar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi um eina viku, en að óbreyttu áttu þær að gilda til dagsins í dag, 5. maí. Þetta er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis þessa efnis. Í minnisblaði til ráðherra segir hann allar líkur á því að forsendur verði fyrir því að ráðast í afléttingar á sóttvarnaráðstöfunum á næstu vikum.

Sóttvarnalæknir bendir á að á gildistíma reglugerðanna hafi komið upp nokkrar hópsýkingar á suðvesturhorni landsins sem rekja megi til ferðamanna á landamærum sem ekki fóru að reglum um sóttkví og einangrun. Í framhaldi af því hafi verið ráðist í ýmsar aðgerðir til að minnka enn frekar hættuna á því að smit berist inn í landið. Hann segir vel hafa gengið að ná utan um hópsýkingar síðustu vikna með öflugri smitrakningu en telur ráðlegt að fara varlega í afléttingar á takmörkunum innanlands svo ekki komi bakslag varðandi útbreiðslu sýkinga.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga