Tilkynningar | 05. maí 2021 - kl. 15:16
Skrifstofustarf hjá embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra
Frá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofumanns á starfsstöð embættisins að Suðurgötu 1 á Sauðárkróki. Um er að ræða 100% starf, tímabundið í eitt ár, og er æskilegt að viðkomandi geti hafi störf 1. júlí næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Launaskil, fjárreiður og bókhald
  • Skjalavarsla
  • Umsjá málaskrár og gagnavörslukerfa
  • Almenn skrifstofustörf
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við lögreglustjóra.

Hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla á launavinnslu er æskileg
  • Þekking og reynsla á ORRA bókhaldskerfi er kostur
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
  • Þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní næstkomandi og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, Suðurgötu 1, 550 Sauðárkróki, eða sendar á netfangið nordurland.vestra@logreglan.is.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Sameykis. 

Nánari upplýsingar veita Erna Rut Kristjánsdóttir, í síma 444-0700, eða póstfangið erk01@logreglan.is og Sigurður Kristjánsson í síma 444-0700 eða póstfangið shk01@logreglan.is.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra
Sigurður H. Kristjánsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga