Fréttir | 05. maí 2021 - kl. 21:48
Grunnskólakrakkar kepptu í Skólahreysti

Húnavallaskóli endaði í öðru sæti í sínum riðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri í gær og rétt missti af því að keppa til úrslita en úrslitin fara fram síðar í mánuðinum. Blönduskóli tók einnig þátt en átti erfitt uppdráttar í keppninni. Í Skólahreystis er keppt í upphýfingum, dýfum, armbeygjum, hreystigreip og hraðaþraut.

Úrslit kvöldsins má finna á heimasíðu Skólahreystis http://skolahreysti.is/SkolaHreysti_Stig.aspx?MainCatID=26&RidillID=155.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga