Fréttir | 17. maí 2021 - kl. 11:14
Barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Barnamenningarhátíð verður haldin í fyrsta sinn á Norðurlandi vestra dagana 14.-24. október næstkomandi. Ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir munu prýða dagskrá hátíðarinnar, sem hefur fengið nafnið Skrúnaskrall og fer hún fram víðs vegar í landshlutanum. Áhersla verður lögð á fjölbreytni í dagskrá og gott aðgengi.

Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.

Verkefnið er liður í sóknaráætlun Norðurlands vestra og er stjórn hátíðarinnar ráðin af samtökum sveitarfélaganna sem einnig veita fjármagn í verkefnið og halda utan um bókhald. Að öðru leyti er verkefnið fjármagnað af styrkveitingum.

Allir sem áhuga á því að taka þátt í að skapa tækifæri fyrir börn til að upplifa og njóta lista og menningar geta sótt um styrk til viðburðahalds með því að senda inn umsókn á vef hátíðarinnar fyrir 15. júní næstkomandi.

Sjá nánar á www.skrunaskrall.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga