Mynd: hunvetningur.is
Mynd: hunvetningur.is
Fréttir | 18. maí 2021 - kl. 11:17
Kynningarbæklingur um sameiningartillögu

Kynningarbæklingi um sameiningartillöguna samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu er dreift í hvert hús í sýslunni þessa vikuna, í samstarfi við Feyki. Í Feyki eru einnig viðtöl og umfjöllun um verkefnið. Kosið verður um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar laugardaginn 5. júní 2021.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin og hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt.

Meginmarkmið með mögulegri sameiningu er að búa til sterkara sveitarfélag sem skapar tækifæri til bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu ásamt auknum krafti í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum. Með sameiningunni fæst aukinn slagkraftur og ákveðnari rödd gagnvart stjórnvöldum.

Bæklinginn má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga