Fréttir | 22. maí 2021 - kl. 18:23
Fyrsti sigur sumarsins

Kormákur/Hvöt tók á móti Vængjum Júpíters á Sauðárkróksvelli í dag þegar leikið var í annarri umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, 4. deild D-riðli. Kormákur/Hvöt réði lögum og lofum á vellinum, skoraði fjögur mörk og vann leikinn. Markaskorarar voru Hilmar Þór Kárason, sem skoraði fyrst tvö mörk leiksins á 2. mínútu og 43. mínútu, Akil Rondel Dexter De Freitas sem skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og George Razvan Chariton sem skoraði á 58. mínútu.

Vængir Júpíters náðu að jafna leikinn á 14. mínútu og minnkuðu svo muninn undir lok leiksins og voru lokatölur 4-2 fyrir Kormáki/Hvöt. Næstu leikur hjá Kormáki/Hvöt verður eftir viku, á Framvellinum í Reykjavík, gegn Úlfunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga