TextílLab opnað formlega. Mynd: ssnv.is
TextílLab opnað formlega. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 23. maí 2021 - kl. 12:32
TextílLab opnað á Blönduósi

Á föstudaginn var nýtt TextílLab opnað á Blönduósi á vegum Textílmiðstöðvar Íslands og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar, ávörpuðu gesti. Lilja og Þórdís Kolbrún klipptu svo í sameiningu á opnunarþráðinn sem var úr ekta húnvetnskri ull.

TextílLab er staðsett á Þverárbraut og gefur aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Þar er stafrænn vefstóll, stafræn prjónavél, stafræn útsaumsvél, laserskeri og nálaþæfingarvél. Textílmiðstöðin er þátttakandi í stóru Evrópuverkefni, Centrinno H020, með samstarfsaðilum í textíl og fengu styrk til að fjárfesta í nýju tækjunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga