Elvar Logi og Ólafur Einar. Mynd: hunathing.is
Elvar Logi og Ólafur Einar. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 27. maí 2021 - kl. 11:45
Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Í gær var stór áfangi hjá Tónlistarskóla Húnaþings vestra þegar nemandi við skólann þreytti í fyrsta skipti framhaldspróf í söng. Burtfararprófleikstónleikarnir fóru fram í Blönduóskirkju og þar þreytti Elvar Logi Friðriksson framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Einars Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fyrrverandi skólastjóra og tónfræðikennara, voru tónleikarnir hluti af því. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.

Elvar Logi fékk frábæra einkunn eða 9,2 í prófinu. Meðleikari var Eyþór Franzson Wechner og með honum á gítar í tveimur lögum var Höskuldur Sveinn Björnsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga