Fréttir | 01. júní 2021 - kl. 16:39
Sósíalistar með fund á Skagaströnd

Sósíalistar boða fólk á Skagaströnd og nágrenni til umræðu fimmtudagskvöldið 3. júní klukkan 20 um hvað kosningarnar í haust muni snúast. Hvað brennur á fólki? Og hvaða tilboð til kjósenda munu sósíalistar leggja fram? Fundurinn er á Kaffi Bjarmanesi á Skagaströnd. Húsið opnar klukkan 19:30 og samræðurnar hefjast klukkan 20:00.

Í fundartilkynningu segir: "Baráttan er um hverjir muni eignast Ísland. Verður landið verstöð hinna auðugu eða getur almenningur náð völdum og byggt hér upp gott og fagurt samfélag?"

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga