Blöndulón
Blöndulón
Fréttir | 02. júní 2021 - kl. 11:40
Opnunartími kjörstaða vegna kosningana á laugardaginn 5. júní.

Ítrekun vegna opnunartíma kjörstaða vegna Sameiningarkosningar í Austur-Húnavatnssýslu laugardaginn 5. júní. Áður auglýstur opnunartími var rangur en hér fyrir neðan er réttur tími. Opið verður til kl. 22:00 á Blönduósi og Skagaströnd.

Kjörskrár liggja frammi á skrifstofu sveitarfélaganna fram að kjördegi.

Kjörstaður á Blönduósi verður í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi og verður hann opinn frá klukkan 10-22 á kjördag.

Kjörstaður á Skagaströnd verður í félagsheimilið Fellsborg og verður hann opinn frá klukka 10-22 á kjördag.

Kjörstaður í Húnavatnshreppi verður í Húnavallaskóla og verður hann opinn frá klukkan 11-19 á kjördag.

Kjörstaður í Skagabyggð verður í Skagabúð og verður hann opinn frá klukkan 12-17 á kjördag.

 

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga