Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Fréttir | 03. júní 2021 - kl. 09:36
Jöfnunarsjóður tilbúinn að styrkja umhverfisakademíu á Húnavöllum

Sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu fá 20 milljóna króna styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að undirbúa og stofna umhverfisakademíu á Húnavöllum. Sameiningarnefnd sveitarfélaganna sótti um styrkinn til að geta hafist handa við undirbúning. Styrkur Jöfnunarsjóðsins er með fyrirvara um að af sameiningu sveitarfélaganna verði og að mennta- og menningarmálaráðuneytið veiti jákvæða umsögn um starfsemi skólans. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt úthlutun styrksins.

Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag sem vitnar til bréfs Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna í gær. Ef sveitarfélögin fjögur sameinast fá þau samtals 764 milljóna króna styrk úr Jöfnunarsjóði til verkefna og skuldajöfnunar í tengslum við sameininguna. 

 

Tengdar fréttir:

Nám við umhverfisakademíu á Húnavöllum gæti hafist haustið 2022

Umhverfisakademía bæði gerleg og áhugaverð

Fundað með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga