Fréttir | 04. júní 2021 - kl. 08:15
Jákvæður rekstur á Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur var rekinn með rúmlega 14 milljón króna jákvæðri afkomu í fyrra, samanborið við tæplega 18 milljón króna tap árið 2019. Rekstrartekjur námu 523 milljónum og jukust um 53 milljónir milli ára eða um 11%. Rekstrargjöld námu 464 milljónum og jukust um 14 milljónir eða um 3%. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var því jákvæð um tæplega 59 milljónir, samanborið við rúmlega 19 milljón króna jákvæða afkomu 2019.

Afskriftir námu 22 milljónir og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 22 milljónir þannig að rekstrarniðurstaðan endar í jákvæðri tölu er nemur rúmum 14 milljónum, eins og áður sagði.

Eigið fé Húnavatnshrepps var 405 milljónir í lok árs 2020 og hækkaði um tæplega 4% milli ára. Langtímaskuldir námu 306 milljónum og handbært fé 17 milljónum í árslok 2020. Stærsta einstaka fjárfesting var í viðhaldsverkefni á húsnæði grunnskólans og íbúðahúsnæðis á Húnavöllum. Skuldaviðmið er 63%..

Í bókun sveitarstjórnar frá því í gær þegar síðari umræða um ársreikninginn fór fram segir: „Það er því ljóst að staða sveitarfélagsins er í jafnvægi þrátt fyrir miklar framkvæmdir, gott þjónustustig í sveitarfélaginu sem og aukinn kostnað sveitarfélaga almennt. Ársreikningur fyrir árið 2020 gefur góða mynd af rekstri sveitarfélagsins og þeim mikla kostnaði við framkvæmdir vegna viðhalds fasteigna sveitarfélagsins.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga