Sabah Mustafa Alhja og Ragnheiður Jóna. Skjáskot af vef ruv.is
Sabah Mustafa Alhja og Ragnheiður Jóna. Skjáskot af vef ruv.is
Fréttir | 04. júní 2021 - kl. 15:05
Sýrlensk hátíð á Hvammstanga í gær

Í gær var því fagnað að tvö ár eru liðin síðan að 23 Sýrlendingar settust þar að á Hvammstanga. Formlegri aðstoð við hópinn er nú lokið og nú teljast þessir nýbúar fullgildir íbúar á Hvammstanga. Þrettán börn eru í þessum fjölskyldum og það var gaman hjá þeim á Hvammstanga í gær. Sagt var frá þessu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær og rætt var við nýbúana og Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra.

Frétt Ríkissjónvarpsins má sjá hér.

Mótttaka flóttamanna var leidd af Húnaþingi vestra í samvinnu við Rauða krossinn og stuðningsfjölskyldur á þeirra vegum. Samfélagið allt er einnig búinn að vera virkur þátttakandi í verkefninu frá upphafi. Sjá nánari umfjöllun á vef Húnaþings vestra og þar má einnig sjá myndir frá hátíðinni í gær.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga