Fréttir | 05. júní 2021 - kl. 06:16
Kosið um sameiningu í dag

Í dag fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Kjörfundir fara fram í hverju sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:

Kjörfundur í Blönduósbæ fer fram í norðursal Íþróttamiðstöðvar frá kl. 10 til 22.

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd fer fram í Fellsborg frá kl. 10 til 22.

Kjörfundur í Húnavatnshreppi fer fram á Húnavöllum frá kl. 11 til 19.

Kjörfundur í Skagabyggð fer fram í Skagabúð frá kl. 12 til 17.

Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag. Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæða talin og úrslit birt í hverju sveitarfélagi á vefsíðu samstarfsnefndar um sameininguna, hunvetningur.is og hér á Húnahorninu, fréttavef Húnvetninga til 20 ára.

Þá má geta þess að Blönduósbær býður íbúum sínum upp á akstur á kjörstað. Þeir sem vilja nýta sér það er bent á að hringja í Jón Ragnar Gíslason í síma 8649133 milli klukkan 10 og 16.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga