Kormákur/Hvöt var betra liðið í dag
Kormákur/Hvöt var betra liðið í dag
Boltinn á leið í markið í fyrra marki Kormáks/Hvatar
Boltinn á leið í markið í fyrra marki Kormáks/Hvatar
Akil Rondel Dexter DeFreitas í baráttu um boltann
Akil Rondel Dexter DeFreitas í baráttu um boltann
Fréttir | 05. júní 2021 - kl. 19:38
Sætur sigur í Fagralundi

Kormákur/Hvöt mætti Vatnaliljunum í Fagralundi í Kópavogi nú síðdegis þegar leikið var í fjórðu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, 4. deild D-riðli. Kormákur/Hvöt hóf leik á móti vindi og sat frekar aftarlega á vellinum og beitti skyndisóknum. Úr einni slíkri kom fyrsta mark leiksins þegar George Razvan Chariton vann boltann af harðfylgi og skoraði laglegt mark. Vatnaliljurnar náðu að jafna leikinn áður en flautað var til hálfleiks.  

Jafnfræði var með liðunum í seinni hálfleik en Kormákur/Hvöt var þó líklegri til að skora. Á 67. mínútu leiksins fékk Sigurður Bjarni Aadnegard sitt annað gula spjald og var rekinn af velli, frekar klaufalegt. Brottreksturinn hafði lítil sem engin áhrif á leik Kormáks/Hvatar sem hélt áfram að pressa að marki Vatnaliljanna og á 86. mínútu nái Arnar Þór Hafsteinsson að skora eftir laglegan undirbúning Akil Rondel Dexter DeFreitas. Lokatölur í Kópavogi 2-1 fyrir Kormák/Hvöt.

Kormákur/Hvöt situr í þriðja sæti D-riðils með níu stig eftir fjóra leiki, jafnmörg stig og Vængir Júpíters sem er í öðru sæti. Léttir er í efsta sæti riðilsins með 10 stig. Kormákur/Hvöt á heimaleik í næstu umferð gegn KB sem situr á botni riðilsins með ekkert stig. Leikurinn fer fram á Blönduósvelli 12. júní klukkan 14.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga