Laxveiði í Blöndu
Laxveiði í Blöndu
Fréttir | 05. júní 2021 - kl. 22:53
Enginn lax veiddist á opnunardegi Blöndu

Laxveiði hófst í Blöndu í dag en þau undur og stórmerki gerðust að enginn fiskur kom á land. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna jafn lélega opnun. Sporðaköst, veiðivefur mbl.is segir frá því að tveir reyndir veiðimenn, sem opnað hafa ána síðustu tólf árin, hefðu farið á alla veiðistaði og ekki náð að landa fiski.

Þeir muna ekki eftir svona lélegri opnun. Þeir settu þó í þrjá laxa á Breiðunni í morgun en náðu ekki að koma fiskunum á land.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga