Fréttir | 15. júní 2021 - kl. 14:51
Beinin ekki mannabein
Fréttin hefur verið uppfærð

Bein sem fundust í fjöru á Skaga reyndust ekki vera mannabein.

Ábúandi á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu fann í gærkvöldi eitthvað sem talið er vera mannabein. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að leita umhverfis staðinn þar sem beinin fundust í fjörunni. Ýmislegt fleira fannst við þá leit, annað en mannabein og var það sent til Reykjavíkur til frekari rannsókna, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins.

Þar er rætt við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, og telur hann að um handlegg sé að ræða en það eigi eftir að staðfesta.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga