Fréttir | 24. júní 2021 - kl. 09:19
Líf í lundi - Gaman á Gunnfríðarstöðum

Útivistar- og fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 26. júní 2021 í Gunnfríðarstaðaskógi og tekið verður á móti fólki klukkan 11 til kl 13.

Boðið upp á göngutúr undir leiðsögn Páls Ingþórs. Mæting klukkan 11 við skógarkofan. Þaðan gengið að bæjarrústunum. Hægt verður að kljúfa arinnvið undir leiðsögn, planta trjám í verkefninu Vorvið. Verður nýi skógarvagninn tilbúinn?

Íbúar eru hvattir til að hafa með sér nesti og njóta skógarins. Höldum áfram að faðma trén.

Líf í lundi er haldið í fjórða sinn á Gunnfríðarstöðum undir heitinu „Gaman á Gunnfríðarstöðum en fyrsta árið mættu hátt í 100 manns í „blíðu“ rigningarveðri.

Sjá auglýsingu um dagskrá á: https://www.skogargatt.is/gaman-a-gunnfridarstodum

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga