Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 25. júní 2021 - kl. 07:19
Appelsínugul veðurviðvörun í dag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna hvassviðris fyrir Breiðafjörð, Norðurland eystra, Strandir og Norðurland vestra. Appalsínugula viðvörunin tekur gildi klukkan 11 í dag fyrir Norðurland vestra og gildir í tæpan sólarhring en þá tekur við gul viðvörun. Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan stormi eða roki, 20-30 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll allt að 40 m/s.

Ekkert ferðaveður verður fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig getur verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi. Mikilvægt að göngufólk geti leitað skjóls í húsum. Lausamunir geta fokið og mikilvægt að festa niður eða taka inn trampolín og garðhúsgögn.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga