Kormákur/Hvöt. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Kormákur/Hvöt. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 25. júní 2021 - kl. 11:21
Á toppinn með stórsigri

Kormákur/Hvöt tók á móti Samherjum á Blönduósvelli í gær þegar leikið var í sjöundu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, 4. deild D-riðli. Gestirnir sáu aldri til sólar og heimamenn skoruðu sjö mörg gegn engu. Sigurður Bjarni Aadnegard skoraði þrennu og George Razvan Chariton skoraði fjögur mörk í leiknum. Staðan í hálfleik var 2-0 en í seinni hálfleik opnuðust allar fljóðgáttir þar sem fimm mörk voru skoruð.

Með þessum stórsigri fór Kormákur/Hvöt á topp riðilsins með 18 stig, eins og Vængir Júpíters, en með betra markahlutfall.

Næsti leikur Kormáks/Hvatar verður á Blönduósvelli laugardaginn 3. júlí og hefst hann klukkan 14. Mótherjarnir verða Léttir úr Reykjavík.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga