Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 28. júní 2021 - kl. 08:33
Skagaströnd og Skagabyggð kanna sameiningu

Kanna á hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar. Sveitarstjóri Skagastrandar og oddviti Skagabyggðar hafa fundað í kjölfar niðurstöðunnar í kosningum um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem fram fóru 5. júní. Íbúar beggja sveitarfélaganna höfnuðu sameiningu allra sveitarfélaganna í sýslunni.

Sveitarstjóra Skagastrandar hefur nú verið falið að ræða við sveitarstjórn Skagabyggðar um hvort sameiginlegur grundvöllur sé fyrir því að hefja formlegar viðræður milli sveitarfélaganna um sameiningu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga