Mynd: FB/Golfklúbbur Skagastrandar.
Mynd: FB/Golfklúbbur Skagastrandar.
Fréttir | 28. júní 2021 - kl. 21:11
Opna Fiskmarkaðsmótið haldið í blíðskaparveðri

Opna Fiskmarkaðsmótið, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli við Skagaströnd á sunnudaginn í blíðskaparveðri. Til leiks mætti 31 keppandi úr sjö golfklúbbum. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf, einn flokkur. Sigurvegari varð Adolf H. Berndsen úr Golfklúbbi Skagastrandar.

Í öðru sæti varð Arnór Tumi Finnsson úr Golfklúbbi Skagastrandar og í þriðja sæti varð Hjörtur Geirmundsson úr Golfklúbbi Skagafjarðar. Aðal styrktaraðili mótsins var Fiskmarkaður Íslands.

Úrslit mótsins urðu þessi:

1. Adolf H.Berndsen GSK
2. Arnór Tumi Finnsson GSK
3. Hjörtur Geirmundsson GSS
4. Hákon Ingi Rafnsson GSS
5. Tómas Bjarki Guðmundsson GSS
6. Marteinn Reimarsson GÓS.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga